Lykilleikmenn Breiðabliks frá vegna meiðsla

Lykilleikmenn Breiðabliks þeir Snorri Vignisson og Árni Elmar Hrafnsson voru ekki með liðinu í fyrstu umferð Subway deildar karla gegn Haukum á dögunum, en eru samkvæmt heimildum Körfunnar báðir að jafna sig á meiðslum.

Snorri verður mögulega lengur frá en bara þennan eina leik þar sem hann er að jafna sig á meiðslum í kálfa, en samkvæmt heimildum gætu verið 3 til 4 vikur í að hann mæti aftur á parketið. Öllu styttra er þó í að Árni Elmar verði aftur kominn eftir að hafa meiðst á hendi, en samkvæmt heimildum er hann allt eins talinn líklegur til þess að vera í leikmannahópi liðsins komandi fimmtudag gegn Hetti.