Ísland laut í lægra haldi gegn gríðarlega sterku liði Ísrael í átta liða úrslitum A-deildar Evrópumóts U20 landsliða sem fram fer í Grikklandi þessa dagana.
Eftir jafna byrjun þá steig Ísrael framúr um miðjan annan leikhluta en Ísrael fann leiðir í gegnum góðan varnarleik Íslands og fyrir vikið þurfti Ísland að hafa mikið fyrir öllum sínum aðgerðum. Lokastaðan 54-74.
Mótinu er samt sem áður ekki lokið fyrir Ísland þar sem liði mun leika um sæti 5-8 á laugardag og sunnudag. Á laugardag mætir liðið annað hvort Serbíu eða Frakklandi en leikurin þeirra fer fram síðar í dag.
Karfan.is velur Lykilmenn hvers leiks Íslands á evrópumótinu í boði Lykils. Lykill leiksins í tapinu gegn Ísrael á Svíþjóð er Tryggvi Snær Hlinason í þriðja skipti á mótinu.
Enn og aftur er það Tryggvi Snær Hlinason sem var stjarna dagsins. Hann var með 12 stig, 14 fráköst og þrjú varin skot í leiknum. Hann hitti 60% í leiknum sem var mun meira en liðið í heild sinni. Njósnarar frá Bandaríkjunum voru á leiknum í dag m.a. til að fylgjast með Tryggva. Fjölmiðlar um evrópu hafa talað mikið um frammistöðu Tryggva sem er að vekja verðskuldaða athygli. Þórir og Kristinn voru einnig mjög sterkir í dag auk þess sem Halldór Garðar var öflugur í fyrri hálfleik.
Nánar um leik dagsins má lesa hér.
Plenty NBA folks in today for their 1st look at Tryggvi Hlinason. Hasn't been on the radar. Big game for him. 1st impression still matters.
— Simon Jatsch (@sJacas) July 20, 2017