spot_img
HomeFréttirLykill: Tryggvi Snær Hlinason

Lykill: Tryggvi Snær Hlinason

Ísland laut í lægra haldi gegn gríðarlega sterku liði Ísrael í átta liða úrslitum A-deildar Evrópumóts U20 landsliða sem fram fer í Grikklandi þessa dagana. 

 

Eftir jafna byrjun þá steig Ísrael framúr um miðjan annan leikhluta en Ísrael fann leiðir í gegnum góðan varnarleik Íslands og fyrir vikið þurfti Ísland að hafa mikið fyrir öllum sínum aðgerðum. Lokastaðan 54-74. 

 

Mótinu er samt sem áður ekki lokið fyrir Ísland þar sem liði mun leika um sæti 5-8 á laugardag og sunnudag. Á laugardag mætir liðið annað hvort Serbíu eða Frakklandi en leikurin þeirra fer fram síðar í dag. 

 

Karfan.is velur Lykilmenn hvers leiks Íslands á evrópumótinu í boði Lykils. Lykill leiksins í tapinu gegn Ísrael á Svíþjóð er Tryggvi Snær Hlinason í þriðja skipti á mótinu. 

 

Enn og aftur er það Tryggvi Snær Hlinason sem var stjarna dagsins. Hann var með 12 stig, 14 fráköst og þrjú varin skot í leiknum. Hann hitti 60% í leiknum sem var mun meira en liðið í heild sinni. Njósnarar frá Bandaríkjunum voru á leiknum í dag m.a. til að fylgjast með Tryggva. Fjölmiðlar um evrópu hafa talað mikið um frammistöðu Tryggva sem er að vekja verðskuldaða athygli.  Þórir og Kristinn voru einnig mjög sterkir í dag auk þess sem Halldór Garðar var öflugur í fyrri hálfleik. 

 

Nánar um leik dagsins má lesa hér. 

Fréttir
- Auglýsing -