spot_img
HomeFréttirLykill: Logi Gunnarsson

Lykill: Logi Gunnarsson

Lykilleikmaður þriðju umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Njarðvíkur, Logi Gunnarsson.

Í sterkum sigri Njarðvíkur á Tindastól eftir framlengingu í Síkinu á Sauðárkróki var Logi það sem skildi liðin að. Með 1.7 sekúndur eftir á klukkunni og tveimur stigum setur hann niður stórkostlega flautukörfu sem færði hans mönnum 107-108 sigur.

Í heildina setti hann 17 stig í leiknum og gaf tvær stoðsendingar. Þá var hann með hæsta plús sinna manna í leiknum, en mínúturnar sem hann spilaði vann Njarðvík með sjö stigum.

Leikmenn umferða:

  1. umferð – Larry Thomas
  2. umferð – Dominykas Milka
  3. umferð – Logi Gunnarsson
Fréttir
- Auglýsing -