Besti leikmaður fyrstu umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Þórs, Larry Thomas.

Í sterkum 105-97 sigurleik Þórs heima í Þorlákshöfn á Haukum var Thomas besti leikmaður vallarins. Á tæpum 37 mínútum spiluðum skilaði hann 30 stigum, 10 fráköstum, 8 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Þá var skotnýting hans til fyrirmyndar, skaut 75% fyrir innan þriggja stiga línuna, 50% fyrir utan hana og 75% af vítalínunni. Í heildina skilaði hann 39 framlagsstigum.

Leikmenn umferða:

  1. umferð – Larry Thomas

Mynd / Hafnarfréttir