spot_img
HomeFréttirLykill: David Okeke

Lykill: David Okeke

Lykilleikmaður fjórðu umferðar Subway deildar karla var leikmaður Keflavíkur David Okeke.

Í spennutrylltum 106-107 sigurleik Keflavíkur á Breiðablik í Smáranum var David besti leikmaður vallarins. Á rúmum 29 mínútum spiluðum skilaði hann 31 stigi, 14 fráköstum, 2 stoðsendingum, stolnum bolta og vörðu skoti. Stigi undir með 1,8 sekúndu eftir af leiknum fékk David tvö víti til þess að koma yfir og setti hann þau bæði og tryggði Keflavík þar með sigurinn. Þá var hann einnig einkar skilvirkur í leiknum, skotnýting 75% og 38 framlagsstig í heild fyrir frammistöðuna.

Lykilleikmenn:

  1. umferð – Shawn Derrick Glover / KR
  2. umferð – Hilmar Pétursson / Breiðablik
  3. umferð – Ronaldas Rutkauskas / Þór
  4. umferð – David Okeke / Keflavík
Fréttir
- Auglýsing -