Lykilleikmaður þriðju umferðar Subway deildar karla var leikmaður Íslandsmeistara Þórs Ronaldas Rutkauskas.

Í virkilega sterkum sigurleik Íslandsmeistaranna gegn Stjörnunni í MGH var Ronaldas besti leikmaður vallarins. Á um 35 mínútum spiluðum skilaði hann 17 stigum, 15 fráköstum, 8 stoðsendingum og 2 vörðum skotum. Þá var hann nokkuð skilvirkur í leiknum, með 30 framlagsstig í heildina fyrir frammistöðuna.

Lykilleikmenn:

  1. umferð – Shawn Derrick Glover / KR
  2. umferð – Hilmar Pétursson / Breiðablik
  3. umferð – Ronaldas Rutkauskas / Þór