Lykilleikmaður undir 18 ára liðs drengja á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi var Bjarni Guðmann Jónsson. Bjarni var í byrjunarliði liðsins alla leikina á mótinu og skilaði þar 11 stigum, 7 fráköstum, stoðsendingu, 2 stolnum boltum og vörðu skoti á þeim 25 mínútum sem hann spilaði að meðaltali í leik. Ásamt Sigvalda Eggertssyni leiddi hann liðið í framlagi, en þeir tveir voru bestu leikmenn liðsins á mótinu. Þar sem Bjarni var kannski eilítið betri varnarmegin á vellinum og stöðugri í framlagi sínu til liðsins.
Hérna er meira um tölfræði liðsins á mótinu