Lykilleikmaður 4. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Hauka, Alyesha Lowett.
Á tæpum 33 mínútum spiluðum í sterkum sigri Hauka á toppliði Fjölnis var Lowett besti leikmaður vallarins. Skilaði 23 stigum, 9 fráköstum, 4 stoðsendingum og 5 stolnum boltum. Eftir leikinn eru liðin tvö jöfn að stigum í efstu sætum deildarinnar, með þrjá sigra og eitt tap það sem af er tímabili.

Leikmenn umferða:
- umferð – Daniela Wallen Morillo
- umferð – Lina Pikciuté
- umferð – Lina Pikciuté
- umferð – Alyesha Lowett



