ÍA hefur á nýjan leik samið við Lucien Christofis fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.
Lucien er 188 cm ítalskur bakvörður sem kom til félagsins á síðasta tímabili og skilaði 21 stigi, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í 12 leikjum með ÍA.