spot_img
HomeFréttirLottomatica Roma heldur í vonina

Lottomatica Roma heldur í vonina

20:46

{mosimage}

Jón Arnór í baráttu við McIntyre í leik þrjú 

Lottmatica Roma frestaði sigurhátið Sienamanna í ítölsku deildinni í kvöld með því að landa sigri á heimavelli, 84-70. Þar með þurfa liðin að halda til Siena aftur og mætast fimmta sinni í þessu úrslitaeinvígi. Jón Arnór Stefánsson lék í 26 mínútur í kvöld og skoraði 7 stig.

Romamenn byrjðu mikið betur í kvöld og komust í 17-7 og var Jón Arnór að finna fjölina sína, skoraði 5 stig í upphafi leiks. En þá var íslenski víkingurinn tekinn af velli og Sienamenn minnkuðu muninn og eftir fyrsta leikhluta var staðan 22-17. Annar leikhutinn var jafn og spennandi og fór undirritaðan að gruna að það sama væri að gerast og í þriðja leiknum, þegar Romamenn byrjðu frábærlega en svo komu Sienamenn til leiks í leikhléi og völtuðu yfir heimamenn. Staðan í hálfleik var 39-39.

Romamenn voru greinilega minnugir leiksins á sunnudag og spýttu í lófana í þriðja leikhluta og höfðu frumkvæðið allan leikhlutann og staðan 59-56 að honum loknum. Þeir bættu svo enn við í fjórða leikhluta og komust 10 stigum yfir og unnu að lokum 84-70.

Ibrahim Jaaber var stigahæstur heimamanna með 22 stig, hitti einstaklega vel, 8/8 í tveggja stiga og 2/3 í þriggja stiga. Næstur honum kom Erazem Lorbek með 17 stig. Jón Arnór var sem fyrr í byrjunarliði Roma og lék alls í 26 mínútur og skoraði 7 stig, hitti úr 2 af 4 tveggja stiga og 1 af 3 þriggja stiga skotum sínum. Klikkaði á sínu eina víti.

Fyrir gestina skoraði leikmaður ársins á Ítalíu, Ksistof Lavrinovic 14 stig og Marvis Thornton Bootsy skoraði 13.

Fimmti leikurinn fer svo fram á fimmtudag og hefst klukkan 21 að ítölskum tíma, 19 á Íslandi.

[email protected]

Mynd: La Gazzetta

Fréttir
- Auglýsing -