spot_img
HomeFréttirLonzo Ball á leiðinni til Los Angeles Lakers

Lonzo Ball á leiðinni til Los Angeles Lakers

 

Los Angeles Lakers völdu rétt í þessu leikstjórnanda UCLA háskólans Lonzo Ball með öðrum valrétti NBA nýliðavalsins. Lonzo lék aðeins eitt ár með liði UCLA þar sem að hann skilaði 15 stigum, 6 fráköstum, 8 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali í leik. Þá var hann með um 41% nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna, en um 73% nýtingu fyrir innan hana. Einstaklega áhugaverður kostur fyrir Lakers í stöðu leikstjórnanda, sem mun væntanlega reyna að byggja lið sitt að einhverju leyti í kringum kappann á næstu árum.

 

 

 

Brot af því besta frá Ball:

 

Fréttir
- Auglýsing -