21. umferð Dominos deildar karla fer fram í dag, en það er lokaumferð deildarkeppninnar þetta tímabilið.
Ljóst fyrir umferðina er að KR mun falla og Fjölnir, Keflavík, Haukar og Valur fara í úrslitakeppnina. Það eina sem getur breyst er hvort að Keflavík eða Haukar byrji á heimavelli í sínu einvígi í úrslitakeppninni, en til þess að Keflavík nái að vera fyrir ofan Hauka þurfa þær að vinna Val og treysta á að Haukar misstígi sig gegn KR.
Í lokaumferðinni tekur Keflavík á móti Val, Skallagrímur og Fjölnir eigast við í Borgarnesi, KR og Haukar mætast í DHL Höllinni og í Stykkishólmi tekur Snæfell á móti Breiðablik.
Leikir morgundagsins
Dominos deild kvenna:
Keflavík Valur – kl. 16:00
Skallagrímur Fjölnir – kl. 16:00
KR Haukar – kl. 16:00
Snæfell Breiðablik – kl. 16:00