spot_img
HomeFréttirLögregla Los Angeles borgar varðist óeirðum er stuðningsmenn Lakers sungu nafn Kobe...

Lögregla Los Angeles borgar varðist óeirðum er stuðningsmenn Lakers sungu nafn Kobe Bryant

Los Angeles Lakers lögðu Miami Heat í nótt með 13 stigum, 106-93, í sjötta leik einvígis liðanna um NBA meistaratitilinn. Með sigrinum unnu Lakers seríuna 4-2 og taka því við af Toronto Raptors sem ríkjandi meistarar bestu deildar í heiminum.

Íbúar söfnuðust fyrir framan heimavöll liðsins í Staples Center í miðbæ borgarinnar eftir að leik lauk, en hann fór fram í Orlando í Flórída. Reyndi lögregla hvað hún gat til þess að koma í veg fyrir samkomuna, en bæði voru stuðningsmenn liðsins með flugelda og læti.

Eitthvað var um skemmdarverk, en lögregla tók upp á því að loka á allar aðreinar að svæðinu til þess að koma frekari veg fyrir að fjöldinn safnaðist saman, þá voru einhverjir einstaklingar handteknir.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkra stuðningsmenna syngja nafn Kobe Bryant:

Hér fyrir neðan er hægt að sjá hluta hópsins sem myndaðist:

Fréttir
- Auglýsing -