11:21
{mosimage}
(Logi Gunnarsson)
Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson verður í leikmannahópi UMFN í kvöld þegar liðið mætir Breiðablik í Poweradebikarnum kl. 19.15 í Ljónagryfjunni. Logi leikur að nýju með Njarðvík eftir fjarveru erlendis við atvinnumennsku síðustu ár. Logi var síðast á mála hjá spænska félaginu Gijon.
Til stendur að Logi muni leika með Njarðvíkingum í vetur en Jón Júlíus Árnason formaður KKD UMFN tjáði Karfan.is á dögunum að Logi yrði í grænu í vetur ef tilboð að utan kæmi ekki fyrir þann 1. október næstkomandi. Þá upplýsti Jón að síðar í kvöld komi til landsins leikmaður að nafninu Gatis Engelis sem verður á reynslu hjá Njarðvíkingum næstu misseri. Engelis þessi er 197 sm. hár og ætlaður til að aðstoða Friðrik Stefánsson í teignum.