spot_img
HomeFréttirLogi leiðir sænsku deildina

Logi leiðir sænsku deildina

 
Fjórir íslenskir leikmenn spila nú í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik og hafa látið vel að sér kveða í fyrstu umferðunum. Nóg er framundan því Svíar leika fjórfalda umferð í 10 liða deild en eftir fyrstu leikina er það Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson sem leiðir stigaskorið með 24,5 stig að meðaltali í leik. 
Á topp 10 listanum er einnig Hlynur Bæringsson með 17,33 stig að meðaltali í leik og Jakob Örn Sigurðarson er í 11. sæti með 16,8 stig í leik. Helgi Magnússon er í 59. sæti með 6,0 stig að meðaltali í leik.
 
Hlynur er efstur Íslendinganna í deildinni í flestum stoðsendingum með 2,6 að meðaltali í leik sem setur hann í 19. sæti yfir stoðsendingahæstu leikmenn og þá leiðir hann einnig deildina með 15,67 fráköst í leik. Helgi Magnússon er þar í 22. sæti með 5,4 fráköst í leik.
 
Hlynur er einnig efstur í deildinni í framlagsjöfnunni með 30,33 framlagsstig að meðaltali í leik. Logi kemur í 11. sæti með 17 framlagsstig í leik og Jakob Örn í 17. sæti með 15,2.
 
Uppsala (Helgi) og Sundsvall (Hlynur og Jakob) deila saman 4.-5 sæti deildarinnar með 6 stig en Solna Vikings (Logi) eru í 6. sæti með 4 stig.
 
Ljósmynd/ Magnus Neck Logi í leik með Solna gegn Sundsvall á dögunum.
 
Fréttir
- Auglýsing -