spot_img
HomeFréttirLogi kominn heim

Logi kominn heim

Logi Gunnarsson mun koma til með að spila með Njarðvík n.k. vetur í Domino´s deildinni. Þetta var kunngjört í dag þegar Logi undirritaði eins árs samning við uppeldisfélag sitt. “Það er erfitt að slíta sig frá Njarðvík hér heima,” sagði Logi í viðtali við Karfan TV þegar undirritunin fór fram í dag í Ljónagryfjunni en eins og gefur að skilja þá voru önnur lið einnig að slást um undirskrift Loga. 
 
Logi hafði vonast til að halda áfram í atvinnumennskunni en tilboð sem hann fékk voru ekki nægilega góð fyrir hann og fjölskyldu hans og því var það niðurstaðan að leika með Njarðvíkingum.  ”Þetta verður spennandi vetur held ég og ég tel Njarðvík eiga bara góða möguleika.” sagði Logi ennfremur í viðtalinu sem hægt er að horfa á í heild sinni hér fyrir neðan. 
 
Augljóslega er þetta gríðarlegur styrkur fyrir þá Njarðvíkinga fyrir komandi tímabil og ætti Logi að getað miðlað reynslu sinni til þessara ungu drengja sem borið hafa lið UMFN uppi síðastliðin ár ásamt því að styrkja leik liðsins. 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -