spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLogi hélt upp á stórafmælið með því að fara á æfingu "Eins...

Logi hélt upp á stórafmælið með því að fara á æfingu “Eins mikil fyrirmynd og hægt er að vera”

Landsliðmaðurinn fyrrverandi og leikmaður Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Logi Gunnarsson fagnaði 40 ára afmæli sínu í dag með því að fara á æfingu samkvæmt þjálfara sínum Benedikti Guðmundssyni.

Tímabil Njarðvíkur fer formelag af stað á þriðjudagskvöldið er liðið tekur á móti Val í 16 liða úrslitum VÍS bikarkeppninnar.

Hefur Benedikt orð á því í færslu á samfélagsmiðlum fyrr í dag að hann hafi í gegnum tíðina þjálfað marga leikmenn, en Logi sé sá fyrsti sem fagnar 40 ára afmæli á æfingu hjá sér. Þá lætur Benedikt fylgja hversu vel Logi hefur hugsað um sjálfan sig og hversu hart hann hefur lagt á sig í gegnum tíðina og að hann sé jafn mikil fyrirmynd og hægt sé að vera.

Færslu Benedikts er hægt að lesa í heild hér fyrir neðan, en Karfan vill nota tækifærið og senda Loga heillaóskir á stórafmælinu og vonir um gott tímabil í Ljónagryfjunni.

Fréttir
- Auglýsing -