spot_img
HomeFréttirLituanica meistari annað árið í röð

Lituanica meistari annað árið í röð

Úrslit Sumardeildarinnar fóru fram í dag þar sem lið Lituanica fór með sigur af hólmi í rosalegum úrslitaleik gegn Glímufélaginu. Lokatölur 21-17 fyrir Lituanica sem vann einnig í fyrra. Frá þessu er greint á heimasíðu KKÍ.
Leikið var á nýja Sportcourtvellinum í Garðabæ. Ágætis stemning var á svæðinu en því miður komu þrjú af þeim átta liðum sem áttu sæti í úrslitum og því var aðeins einn leikur í 8-liða úrslitum. Team DC vann auðveldan sigur á Ravens 21-6.
 
Í undanúrslitum lagði Glímufélagið Team DC 21-11 og í hinni undanúrslitaviðureigninni vann Lituanica Gullna Örninn 21-17.
 
KKÍ vill óska Lituanica til hamingju með sigurinn og liðunum sem tóku þátt í sumar. En deildin verður á sínum stað næsta sumar.
 
www.kki.is
 
Fréttir
- Auglýsing -