Síðasta laugardag fór KFÍ dagurinn fram í Jakanum á Ísafirði en um 400 manns lögðu leið sína í íþróttahúsið þar sem mikið var um dýrðir. Á heimaíðu KFÍ segir að uppátækið hafi slegið í gegn hjá Ísfirðingum.
Meistaraflokkur félagsins var með leikjastöðvar og tekið var á móti nýskráningum iðkenda og veitingar á boðstólum. Allt þetta og meira um daginn á heimasíðu KFÍ sem og myndband frá deginum eftir Fjölni Baldursson.