spot_img
HomeFréttirLengjubikar karla: Bjarni hetja Hamars gegn Val

Lengjubikar karla: Bjarni hetja Hamars gegn Val

 
Tveir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í kvöld þar sem Grindvíkingar lögðu Hauka að Ásvöllum og fyrstudeildarlið Hamars hafði sigur á úrvalsdeildarliði Vals í Hveragerði! Þetta er því í annað sinn í keppninni sem lið úr 1. deild hefur sigur á úrvalsdeildarliði því á dögunum hafði KFÍ betur gegn Haukum.
Haukar 79-93 Grindavík
Páll Axel Vilbergsson gerði 24 stig og tók 8 fráköst í Grindavíkurliðinu en hjá Haukum var Christopher Smith með 24 stig og 6 fráköst.
 
Hamar 85-83 Valur
Bjarni Lárusson var hetja Hamarsmanna í leiknum með sigurkörfuna í leikslok. Brandon Cotton gerði 32 stig fyrir Hamar en hetjan Bjarni var með alls fjögur stig og tvö þeirra riðu baggamuninn. Hjá Val var Darnell Hugee með 25 stig og 4 fráköst.
Fréttir
- Auglýsing -