spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Leikur dagsins: Kemst Ísland uppúr riðlinum?

Leikur dagsins: Kemst Ísland uppúr riðlinum?

Það er komið að úrslitastundu í riðli Íslands í dag kl. 17:00 þegar liðið mætir Sviss á útivelli í undankeppni Evrópumótsins 2021.

Liðið tapaði fyrsta leik þessa leikjaglugga með einu stigi fyrir Potúgal ytra, en lagði svo Sviss með sama mun síðastliðna helgi heima í Laugardalshöllinni. Um síðustu helgi vann liðið svo góðan 28 stiga sigur á Portúgal í Höllinni um síðustu helgi.

Allir leikir mótsins hafa unnist heima hjá liðunum til þessa í mótinu og gæti það hæglega farið svo að þannig ætti það eftir að enda. Kemur þá til útreikninga á stigaskori um hvaða lið það verði sem að fari áfram.

Vegna þess hversu stór sigur Íslands var um helgina, má liðið tapa með 20 stigum eða minna fyrir Sviss og samt komast áfram.

Síðast þegar Ísland mætti Sviss á útivelli árið 2016 og var það í undankeppni Eurobasket 2017 þar sem liðið lág í Fribourg 83-80.

Hörður Axel í leiknum árið 2016.

Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá RÚV, en þá verður einnig hægt að fylgjast með honum og lifandi tölfræði í gegnum heimasíðu mótsins hjá FIBA hér. Leikurinn hefst kl 17:00 að íslenskum tíma.

Nánar um hvað bíður Íslands ef liðið vinnur riðilinn má finna hér.

Fréttir
- Auglýsing -