spot_img
HomeFréttirLeikur dagsins: Ísland leikur gegn heimamönnum í Svartfjallalandi

Leikur dagsins: Ísland leikur gegn heimamönnum í Svartfjallalandi

Ísland leikur í dag fyrsta leik sinn af fjórum í forkeppni undankeppni HM gegn heimamönnum í Svartfjallalandi.

Liðið er sem stendur í sóttvarnabúbblu í Svartfjallalandi þar sem úrslit þriggja liða riðils ráðast á næstu vikunni, þar sem ásamt Íslandi og Svartfjallalandi, Danmörk er einnig. Fyrsti leikurinn í dag kl. 18:00 gegn heimamönnum, en strax á morgun mæta þeir svo Danmörku. Seinni tveir leikirnir eru svo gegn sömu liðin eftir helgina.

Leikurinn er líkt og tekið var fram kl. 18:00 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV 2. Þá verður einnig fjallað um hann hér á Körfunni, þar sem einkunnir, umfjöllun og viðbrögð þjálfara og leikmanna verða aðgengileg laust eftir leik.

Heimasíða keppninnar

Hérna er 14 manna hópur Íslands

Hérna getur þú unnið íslensku landsliðstreyjuna

Fréttir
- Auglýsing -