Svo virðist sem breska körfuknattleikssambandið eigi í mesta basli með að fjármagna lið sitt í forkeppni Evrópukeppninnar þetta árið og nú hefur leikmaður liðsins opnað sig hvað það varðar. Kieron Achara fyrrum liðsmaður Hauks Helga Pálssonar hjá Manresa sagði í viðtali í BBC í gær að liðsmenn þurfa að lifa á heilum 15 pundum yfir daginn en það er peningurinn sem þeir fá frá sambandinu. Achara sagði einnig að sumir liðsmenn þurfa að sofa á hótelum þar sem rúmin eru of lítil fyrir þá og að þeir þyrftu að taka fyrstu morgunflugin sem bjóðast í keppnisferðum þar sem þau eru ódýrust.
Maður veit kannski ekki hverju þeir eru vanir þessir menn en enn hefur engin leikmaður Íslands kvartað þrátt fyrir að gista á sama hóteli og breska liðið (sömu stærð af rúmum) og “þurfa” einnig að mæta eldsnemma í Leifsstöð til að komast í flug til Evrópu, svo ekki sé talað um ferðalagið frá Bosníu til Bretlands.
Sjá má viðtalið hér