Ísland leikur þessa stundina við Slóveníu í fjórða leik liðsins á EuroBasket 2017. Staðan í hálfleik er 43-60 fyrir Slóveníu sem hafa verið sterkari hingað til.
Í hálfleik fór fram þriggja stiga skotkeppni stuðningsmanna þar sem tveir íslendingar og tveir slóvenar tóku þátt. Þorsteinn Finnbogason leikmaður Grindavíkur í Dominos deildinni var þar á meðal og gerði hann sér lítið fyrir og vann keppnina.
Nú þarf íslenska liðið bara að fylgja hans fordæmi og setja í gírinn. Í verðlaun fékk Þorsteinn lítinn Torfa troð (e. Sam Dunk) bangsa.