spot_img
HomeFréttirLeikjum kvöldsins lokið, Haukar unnu Keflavík

Leikjum kvöldsins lokið, Haukar unnu Keflavík

20:53

{mosimage}

(Petrúnella Skúladóttir í baráttunni gegn KR í kvöld)

Nú er leikjum kvöldsins að ljúka hverjum af öðrum. Haukar, KR, Valur og Hamar unnu leiki sína.

Í Grafarvogi unnu Valsstúlkur öruggan sigur, 72-46 og skoraði Signý Hermannsdóttir 16 stig fyrir Val og Birna Eiríksdóttir 21 fyrir Fjölni.

Í Keflavík töpuðu Íslandsmeistararnir fyrir Haukum 60-65 þar sem Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 23 stig fyrir Hauka og Pálína Gunnlaugsdóttir 19 fyrir Keflavík.

Nýliðar Snæfells heimsóttu Hamar og töpuðu 83-59. LaKista Barkus skoraði 34 stig fyrir Hamar og Detra Ashley 16 fyrir Snæfell auk þess sem hún tók 15 fráköst.

Í Grindavík unnu svo KR stúlkur heimastúlkur 73-63 og skoraði Hildur Sigurðardóttir 21 stig fyrir KR og Jovana Stefánsdóttir 16 fyrir Grindavík.

[email protected]
Mynd: Þorsteinn Gunnar Kristjánsson – http://www.saltytour.com/

Fréttir
- Auglýsing -