spot_img
HomeFréttirLeikjum kvöldsins lokið

Leikjum kvöldsins lokið

20:46

{mosimage}

Snæfellingar unnu góðan sigur á FSu á heimavelli í kvöld, 88-61. Tindastóll vann Þór á Akureyri eftir æsispennandi leik 77-82 og í Smáranum vann Grindavík Breiðablik 61-79. „The three amigos“ voru í stuði í Hólminum í kvöld og skoruðu 71 af 88 stigum félagsins í kvöld, Sigurður Þorvaldsson var með 25 en Hlynur Bæringsson og Jón Ólafur Jónsson með 23 hvor auk þess sem þeir tóku 12 fráköst hvor. Tyler Dunaway skoraði mest FSu manna eða 16 stig.

Á Akureyri skoraði Cedric Isom 33 stig fyrir Þór og Darrell Flake skoraði 21 fyrir Tindastól í leik þar sem Þór leiddi með 11 stigum um tíma en Tindastóll reyndist sterkara undir lokin.

Páll Axel Vilbergsson var rólegur í kvöld og skoraði „aðeins“ 21 stig en var þó stigahæstur Grindavíkinga. Daníel Guðmundsson og Nemanja Sovic skoruðu 18 stig hvor en Sovic tók að auki 17 fráköst.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -