spot_img
HomeFréttirLeikir um helgina

Leikir um helgina

06:00

{mosimage}

Á laugardag og sunnudag er leikið í Iceland Express-deild karla og kvenna og í 2. deild kvenna.

Á laugardag eru 2 leikir í 2. deild kvenna. Í Smáranum tekur Breiðablik-B á móti Ármann/Þrótt og Skallagrímur fær Fjölni í heimsókn. Báðir leikirnirnir hefjast kl. 16:00.

Í Iceland Express-deild karla eru 4 leikir á dagskrá á sunnudagskvöld. Í Borgarnesi taka heimamenn á móti Hamar/Selfoss og er fastlega gert ráð fyrir því að George Byrd spili með H/S. Haukar heimasækja Keflavík, KR fær Fjölni í heimsókn og Íslandsmeistarar Njarðvíkur heimsækja Stólana fyrir norðan. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15.

Í Iceland Express-deild kvenna taka Íslandsmeistarar Hauka á móti nýliðum Hamar/Selfoss á Ásvöllum og hefst leikurinn kl. 19:15.

Fréttir
- Auglýsing -