spot_img
HomeFréttirLeikir kvöldsins: toppliðin í 1. deild eiga öll leik í kvöld

Leikir kvöldsins: toppliðin í 1. deild eiga öll leik í kvöld

 Þrír leikir fara fram í 1. deild karla í kvöld.   Toppliðin þrjú, KFÍ, Skallagrímur og Breiðablik etja kappi við Hamar, ÍA og Þór Ak.  Allir leikirnir byrja klukkan 19:15.

KFÍ fara á skagann og mæta þar ÍA sem er í 5. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 10 umferðir.  KFÍ er sem fyrr á toppi deildarinnar með 22 stig eftir 12 leiki, en þeir hafa aðeins tapað einum leik.  

Skallagrímur heimsækir Hamar í Hveragerðir þar sem Hamarsmenn geta jafnað Skallagrím að stigum með sigri.  Skallagrímur er í öðru sæti í deildinni með 14 stig eftir 11 leiki en Hamar hefur spilað 10 leiki og er með 12 stig í 4. sæti.  

Breiðablik fær Þór Ak. í heimsókn en Blikar hafa verið á mikilli siglingu og eru sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig eins og Skallagrímur.  Þór Ak. hefur þó ekki gengið jafn vel og eru í næst neðsta sæti með 6 stig eftir 11 leiki, tveimur stigum á undan Ármanni sem reka lestina.  

 

Fréttir
- Auglýsing -