13:42
{mosimage}
Nóg verður um að vera í körfuboltanum í kvöld. Ber þá hæst viðureign Skallagríms og Snæfells í Borgarnesi. Leikurinn hefst kl. 19:15. Eftirfarandi lesningu sendi Ragnar Gunnarsson til karfan.is:
Það er að myndast gríðarleg stemming í Borgarnesi og Stykkishólmi fyrirviðureign Skallagríms og Snæfells í Borgarnesi í kvöld kl 19:15. Þaðer nokkuð ljóst að það lið sem fer með sigur af hólmi í leiknum hreppirtoppsætið í jólagjöf. Snæfellingar hófu tímabilið með tapi gegn KR í Vesturbænum en hafa síðanþá verið á góðri siglingu og ekki tapað leik í deildinni. Skallagrímurhins vegar tapaði gegn Keflavík og Njarðvík í fyrstu tveim umferðumdeildarinnar en hafa ekki tapað hvorki í deild né bikar síðan þá.
Fyrir leikinn situr Snæfell í toppsætinu með 16 stig en Skallagrímur í 2. sætimeð 14. Liðin hafa mæst 24 sinnum í Úrvalsdeild og hafa Snæfellingar sigrað 13sinnum. Viðureignir liðanna í gegnum tíðina hafa oftar en ekki veriðæsispennandi og sögulegar og ávallt hefur stemmingin á pöllunum verið eins og best gerist í íslenskum körfubolta, óháð stöðu liðanna í deildinni hverju sinni endaóhætt að fullyrða að hér leiði saman hesta sína bestu stuðningsmennlandsins.
Hver man t.d ekki eftir flautukörfu Birgis Mikaelssonar í Stykkishólmi um árið sem nánast sendi Snæfellinga rakleitt niður í 1.deild. Nú í fyrra var Það Jón Ólafur Jónsson ( Nonni Mæju) sem tryggði Snæfellingum sigur á svipaðan hátt í Stykkishólmi.
Heyrst hefur að Hólmarar ætli að fjölmenna á leikinn og mæta snemma. Einnig hefur heyrst ómur af því að verið sé að skipuleggja einhverhátíðarhöld og húllumhæ fyrir leikinn í Borgarnesi. Eins og fyrr segirhefst leikurinn kl 19:15
Ragnar Gunnarsson-[email protected]
Aðrir leikir kvöldsins:
Iceland Express deild karla
19:15
Fjölnir-Hamar/Selfoss
KR-Tindastóll
Þór Þorlákshöfn-ÍR
1. deild karla
18:30
Höttur-Breiðablik
2. deild karla
Stjarnan B-HK 20:15
ÍR B – Haukar B 19:00
ÍBV – Drangur 20:00
Mynd: Svanur