spot_img
HomeFréttirLeikir kvöldsins: Heil umferð þar sem toppliðin KR og Keflavík mætast

Leikir kvöldsins: Heil umferð þar sem toppliðin KR og Keflavík mætast

Öll spjót berast nú að vesturbænum því í kvöld mætast toppliðin, KR og Keflavík, í Iceland Express deild kvenna. Eftir kvöldið í kvöld fáum við aðeins eitt topplið um stund. Heil umferð er á dagskránni og hefjast allir fjórir leikirnir kl. 19.15.
Leikir kvöldsins í IEX kvenna:
 
KR-Keflavík
Snæfell-Fjölnir
Njarðvík-Valur
Hamar-Haukar
 
Þá er einn leikur á dagskrá í Lengjubikar karla en þá gera KFÍ og Fjölnir sína fjórðu tilraun til að mætast en leiknum hefur þegar verið frestað í þrígang. Leikið verður í Jakanum á Ísafirði kl. 19.15 og verður viðureignin sýnd í beinni á netinu hjá KFÍ TV.
 
Mynd/ [email protected]Sara Rún Hinriksdóttir og félagar í Keflavík mæta í vesturbæinn í kvöld. 
Fréttir
- Auglýsing -