spot_img
HomeFréttirLeikir kvöldsins: Endurtekið efni í Garðabæ

Leikir kvöldsins: Endurtekið efni í Garðabæ

Sjöttu umferð í Iceland Express deild karla lýkur í kvöld og þá fara fram þrír leikir í 1. deild karla þar sem boðið verður upp á Suðurlandsslag þegar Hamar tekur á móti FSu.
Leikir kvöldsins í IEX-deild karla, allir 19.15:
 
Stjarnan-Snæfell
Grindavík-Haukar
ÍR-Njarðvík
 
Stjarnan og Snæfell mættust í Lengjubikarnum fyrr í vikunni, Snæfell vann leikinn með eins stigs mun þar sem Ólafur Torfason tryggði sigurinn á vítalínunni. Vafalítið önnur eins spenna uppi á teningnum í kvöld. Topplið Grindavíkur mætir Haukum þar sem Ívar Ásgrímsson verður vísast við stjórnartaumana en Haukar hafa ekkert gefið enn út um eftirmann Péturs Ingvarssonar nema að leit sé hafin að nýjum þjálfara. Njarðvíkingar eru breiðir með sig þessa dagana eftir sigur á grönnum sínum úr Keflavík í Lengjubikarnum en ÍR hefur unnið tvo síðustu deildarleiki sína á meðan Njarðvíkingar hafa tapað þremur síðustu deildarleikjum sínum.
 
Leikir kvöldsins í 1. deild karla, allir kl. 19.15:
 
Hamar-FSu
KFÍ-Þór Akureyri
Skallagrímur-ÍA
 
Einn leikur er í undankeppni Poweradebikarsins í karlaflokki en þá mætast Laugdælir og KR b á Laugarvatni kl. 19.30.  
Fréttir
- Auglýsing -