spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Uppgjör í D-riðli

Leikir dagsins: Uppgjör í D-riðli

Í dag eru 12 leikir á dagskrá en fjórða umferð riðlakeppninnar fer fram í dag. Í D-riðli etja kappi Litháar og Frakkar en bæði þessi lið eru taplaus eftir fyrstu þrjá leikina. En margir aðrir spennandi leikir eru á dagskrá.
Áhugaverðasti leikur dagsins er viðureign Frakka og Litháa. Enda um toppslag að ræða en þessi lið hafa sýnt afar góða takta.
 
Fylgstu með Þjóðverjum í dag. Þeir ættu að eiga auðveldan leik gegn Angóla. Þeir skoruðu aðeins 43 stig í síðasta leik en nú hafa þeir fengið einn dag í hvíld. Hvernig mæta þeir til leiks í dag?
 
Leikir dagsins:
C Kína – Rússland kl. 13.00(ísl. tími)
D Kanada – Nýja Sjáland kl. 13.00
A Serbía – Ástralía kl. 13.30
B Króatía – Túnis kl. 13.30
C Fílabeinsströndin – Grikkland kl. 15.30
D Líbanon – Spánn kl. 15.30
A Þýskaland – Angóla kl. 16.00
B Íran – Bandaríkin kl. 16.00
C Tyrkland – Púertó Ríkó kl. 18.00
D Litháen – Frakkland kl. 18.00
A Argentína – Jórdanía kl. 18.30
B Brasilía – Slóvenía kl. 18.30
 
Ljósmynd/ Nenad Kristic verður með Serbum í dag. Kastar hann kannski borði í þetta skiptið?
 
emil@karfan.is
 
Fréttir
- Auglýsing -