11:26
{mosimage}
(Valur getur nánast tryggt sér toppsætið í B-riðli með sigri á Grindavík í kvöld)
Einn leikur er á dagskrá í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar toppliðið Valur í B-riðli tekur á móti Grindavík sem er í 2. sæti riðilsins. Með sigri í kvöld geta Valskonur nánast tryggt sér toppsætið en leikurinn hefst kl. 19:15 í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda.
Valur hefur 18 stig í B-riðli en Grindavík 12. Snæfellingar eiga enn möguleika á því að ná Grindavík að stigum en Grindvíkingar geta með sigri á Val í kvöld háð raunhæfa baráttu um toppsætið í riðlinum. Leikir liðanna í vetur hafa verið miklir baráttuleikir og skemmst þess að minnast að Jovana Lilja Stefánsdóttir leikmaður Grindavíkur nefbrotnaði í leik liðanna í Röstinni í Grindavík. Við skulum þó vona að ekkert slíkt verði á dagskránni í kvöld.
Þá er mikið um að vera í bikarkeppnum yngri flokka og má sjá yfirlit yfir þá leiki á leikvarpinu hjá KKÍ: http://kki.is/leikvarp.asp