Einn leikur fer fram í 1. deild karla í dag en þá mætast Þór Akureyri og Hamar. Nokkuð bil er á milli liðanna í 1. deild þar sem Þór situr á botninum án stiga en Hvergerðingar í 2.-3. sæti með 8 stig.
Leikur liðanna hefst kl. 16:00 í Síðuskóla. Þá er einn leikur í 1. deild kvenna en þar eigast við Tindastóll og KFÍ og hefst leikurinn kl. 15:00 á Sauðárkróki.
Fjöldi leikja er einnig í yngri flokkum og neðri deildum í dag en yfirlit yfir alla leiki dagsins má nálgast hér.
Mynd úr safni/ Páll Jóhannesson – Þórsarar fá Hamar í heimsókn í dag.