spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Þá er það Svíþjóð

Leikir dagsins: Þá er það Svíþjóð

Undir 16 og 18 ára lið Íslands taka þessa dagana þátt í Norðurlandamóti í Kisakallio í Finnlandi, en það fer fram frá 29. júní til 3. júlí. Í þessari röð er leikið gegn Noregi, Danmörku, Eistlandi, Svíþjóð og Finnlandi.

Til þessa hafa íslensku liðin unnið níu af tólf leikjum sínum á mótinu. Gegn Noregi fyrsta daginn, Danmörku á degi tvö og gegn Eistum í gær. Tvö liðanna, undir 16 og 18 ára lið drengja, hafa unnið alla sína leiki og eru því bæði hið minnsta örugg með bronsverðlaun á mótinu.

Í dag er komið að Svíþjóð. Dagurinn byrjar á leik undir 16 ára stúlkna, næst eru undir 16 ára drengir, síðan undir 18 ára stúlkur, áður en undir 18 ára drengir loka deginum.

Karfan mun flytja fréttir af mótinu, en hér fyrir neðan má sjá íslenska leiktíma gegn Eistlandi í dag

02.07 – Svíþjóð

U16 Stúlkna kl. 10:45

U16 Drengja kl. 12:45

U18 Stúlkna kl. 13:00

U18 Drengja kl. 15:15

Hér má sjá dagskrá NM 2022

Hér má sjá U16 ára lið drengja

Hér má sjá U16 ára lið stúlkna

Hér má sjá U18 ára lið drengja

Hér má sjá U18 ára lið Stúlkna

Hér verður hægt að horfa á leikina í beinni útsendingu

Hérna verður lifandi tölfræði

Fréttir
- Auglýsing -