Í kvöld mætast Hamar og KFÍ í Iceland Express deild karla en þessum leik var frestað á dögunum sökum veðurs. Bæði lið hafa leikið sex leiki í úrvalsdeildinni en sjö umferðum er lokið og með sigri í kvöld getur KFÍ klifrað upp í 6.-9. sæti en með sigri Hamars komast Hvergerðingar í 4.-6. sæti.
Liðin mætast í Hveragerði kl. 19:15 en kl. 18:30 á Egilsstöðum mætast Höttur og Valur. Höttur og Leiknir sitja á botni deildarinnar með 2 stig en Valsmenn eru í 6. sæti með 4 stig.
Þá er einn leikur í unglingaflokki karla þegar Keflavík og Snæfell/Skallagrímur mætast kl. 18:00 í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ.