spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Stórleikur í vesturbænum

Leikir dagsins: Stórleikur í vesturbænum

Það er mikið um að vera í körfunni í dag en leikið er í Iceland Express-deild kvenna þar sem aðal leikur dagsins er viðureign KR og Keflavikur. Einnig er spilað í 1. deild kvenna sem og í 2. deild karla. Svo eru nokkrir leikir í drengjaflokki, unglingaflokki karla og B-liða deild karla.
Heil umferð fer fram í Iceland Express-deild kvenna en það er 2. umferð sem hefst á leik Hauka og Grindavíkur.
 
Stórleikur dagsins er leikur KR og Keflavíkur en þessum liðum er spáð tveim efstu sætum deildarinnar.
 
Keflavík vann KR í úrslitum Lengjubikarsins fyrir skömmu frekar stórt en KR-ingar hafa sýnt flotta takta og unnu til að mynda Hauka í meistarakeppni KKÍ í Stykkishólmi um síðustu helgi.
 
2. umferð Iceland Express-deild kvenna:
13.30 Haukar-Grindavík Ásvellir
15.00 Snæfell-Njarðvík Stykkishólmur
16.00 KR-Keflavík DHL-höllin
16.00 Fjölnir-Hamar Íþróttamiðstöðin Grafarvogi
 
Aðra leiki dagsins er hægt að sjá á mótasíðu KKÍ. Úrslit leikja í neðri deildum eða yngri flokkum má senda á [email protected]
 
Mynd/[email protected]Keflvíkingar mæta KR-ingum í dag en að þessu sinni á heimavelli KR-inga.
Fréttir
- Auglýsing -