spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaLeikir dagsins: Risaleikur Fjölnis og Grindavíkur

Leikir dagsins: Risaleikur Fjölnis og Grindavíkur

Þrír leikir fara fram í 1. deild kvenna í dag.

Á Akureyri tekur Þór á móti Njarðvík og á Sauðarkróki mætir ÍR heimastúlkum í Tindastól. Risaleikur er svo í Dalhúsum í Grafarvogi þegar að topplið deildarinnar, Fjölnir og Grindavík mætast.

Fyrir leikinn er Fjölnir eitt á toppi deildarinnar, fjórum stigum fyrir ofan Grindavík. Grindavík á þó leik til góða á þær. Má því segja sem svo að með sigri í dag, taki Grindavík risastórt skref í að jafna lið Fjölnis á toppi deildarinnar. Beri Fjölnir hinsvegar sigur úr býtum, verður það að teljast ólíklegt að hægt verði að ná þeim aftur í deildinni á þessu tímabili.

Liðin hafa skipt með sér sigrum í tveimur leikjum í vetur. Fjölnir vann fyrri leikinn með 8 stigum heima í október, Grindavík þann seinni heima með 1 stigi nú í janúar.

Staðan í deildinni

 

Leikir dagsins

1. deild kvenna:

Þór Njarðvík – kl. 14:00

Tindastóll ÍR – kl. 16:30

Fjölnir Grindavík – kl. 16:30

Fréttir
- Auglýsing -