08:54
{mosimage}
(Leiktíðin er að veði hjá Snæfell og Stjörnunni í Stykkishólmi í kvöld)
Einn leikur er á dagskrá í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í kvöld þegar Snæfell og Stjarnan mætast í oddaleik sínum í 8-liða úrslitum í Stykkishólmi kl. 19:15.
Liðin hafa unnið sinn hvorn heimaleikinn og því er brugðið til oddaleiks í kvöld en það lið sem vinnur verður síðasta liðið inn í undanúrslit. KR, Grindavík og Keflavík hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum.
Garðbæingar verða með sætaferðir í Stykkishólm í dag og þeir sem vilja nýta sér þá þjónustu geta sent fyrirspurnir á [email protected] eða haft samband í síma 894 7203 eða í 844 4895.