spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Oddaleikir í 1. deild og KR mætir í Keflavík

Leikir dagsins: Oddaleikir í 1. deild og KR mætir í Keflavík

11:15

{mosimage}

(Jón N. Hafsteinsson og félagar í Keflavík fá KR í heimsókn í kvöld)

Það vantar ekki stórleiki á dagskránna í kvöld. Deildarmeistarar KR mæta í Toyotahöllina í Reykjanesbæ kl. 19:15 og leika þar gegn Keflavík annan leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. KR leiðir einvígið 1-0 eftir stórsigur í Vesturbænum á sunnudag, 102-74.

Þá fara fram tveir oddaleikir í undanúrslitum 1. deildar karla. Haukar taka á móti Fjölni kl. 19:15 að Ásvöllum í Hafnarfirði og Valur fær KFÍ í heimsókn kl. 20:00 í Vodafonehöllina. Þau lið sem hafa sigur úr þessum viðureignum í kvöld leika um laust sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -