11:08
{mosimage}
Um helgar þarf maður ekki að sækja vatnið yfir lækinn í körfuboltanum enda nóg um að vera. Í dag er mikið um að vera í neðri deildunum sem og yngri flokkum. Einn leikur fer fram í 1. deild karla þegar Höttur Egilsstöðum fær Þór Þorlákshöfn í heimsókn kl. 15:00. Á morgun mætast liðin að nýju og þá í Subwaybikarnum og hefst leikurinn kl. 14:00.
Einn leikur fer fram í 1. deild kvenna kl. 16:30 þegar Þór Akureyri fær Skallagrím í heimsókn. Hægt er síðan að sjá alla leiki dagsin á leikvarpi KKÍ http://kki.is/leikvarp.asp?Dags=15.11.2008
Þá er einnig nokkuð um fjölliðamót sem má finna hér: http://www.kki.is/mot/KKI2009om.htm