12:19
{mosimage}
(Logi og félagar leika í Síkinu í kvöld)
Einn leikur fer fram í Iceland Express deild karla í kvöld þegar Tindastóll tekur á móti Njarðvík kl. 19:15 í Síkinu á Sauðárkróki. Njarðvíkingar eru í 5. sæti deildarinnar með 16 stig en Tindastóll hefur 14. stig í 9. sæti deildarinnar.
Tindastóll hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum í röð og lágu síðast gegn ÍR í tvíframlengdum spennuleik. Njarðvíkingar fengu botnlið Skallagríms í heimsókn í síðustu umferð og höfðu þar öruggan sigur á gestum sínum.
Þá er einn leikur í 1. deild karla í kvöld þegar Ármenningar taka á móti botnliði Laugdæla í Laugardalshöll kl. 19:00.