spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Nítjánda umferð kvenna hefst í dag

Leikir dagsins: Nítjánda umferð kvenna hefst í dag

Í dag hefst nítjánda umferðin í Domino´s deild kvenna. Þrír leikir eru á dagskránni í dag en umferðinni lýkur svo á morgun með viðureign Hauka og Breiðabliks. Heitasta kvennalið landsins, Grindavík, heldur í Hólminn í dag en Grindavík hefur unnið sex síðustu deildarleiki sína í röð.
 
 
Leikir dagsins í Domino´s deild kvenna:
 
15:00 Snæfell – Grindavík
16:30 KR – Hamar
17:30 Valur – Keflavík (Beint á SportTV)
 
Þá varð í gærkvöldi að fresta viðureign toppliðs Hattar og botnliðs Þórs í 1. deild karla. Leikurinn var settur á aftur í dag og mætast liðin kl. 15:00 á Egilsstöðum. Fjöldi leikja er einnig í yngri flokkum sem og neðri deildum en alla leiki dagsins má sjá hér.
  
Fréttir
- Auglýsing -