Tveir leikir eru á dagskrá fyrstu deildar kvenna í dag.
Í Grindavík mætast heimakonur og Tindastóll í annað skiptið á jafn mörgum dögum. Í fyrri leik liðanna í gær vann Grindavík lið Tindastóls með 10 stigum. Leikurinn var aðeins sá þriðji sem liðið vinnur í vetur. Eftir leikinn var Tindastóll í 5. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn í dag því mikilvægar fyrir þær, ætli þær sér að vera með í henni.
Þá tekur Njarðvík á móti Fjölni á sama tíma. Fyrir leikinn er Njarðvík í fjórða sæti deildarinnar, tveimur stigum fyrir neðan ÍR og Fjölni, sem eru í 2.-3. sætinu.
Leikir dagsins
Fyrsta deild kvenna:
Grindavík Tindastóll – kl. 16:00
Njarðvík Fjölnir – kl. 16:00