Í dag fer fram einn leikur í Lengjubikarkeppni kvenna þegar Njarðvíkingar fá Hauka í heimsókn í Ljónagryfjuna en viðureign liðanna hefst kl. 19:15. Bæði lið unnu sinn fyrsta leik í keppninni svo það gæti orðið hamagangur í Njarðvík í kvöld.
Í Slóveníu dregur svo til tíðinda því í dag lýkur riðlakeppninni og skýrist hvaða lið munu mætast í milliriðlum. Alls eru 12 leikir á dagskránni.
Bretland – Úkraína
Lettland – Makedónía
Georgía – Spánn
Grikkland – Finnland
Þýskaland – Ísrael
Litháen – Bosnía og Hersegóvína
Króatía – Tékkland
Ítalía – Svíþjóð
Belgía – Frakkland
Svartfjallaland – Serbía
Slóvenía – Pólland
Tyrkland – Rússland
Mynd/ Lele Hardy hefur getið sér öflugt orðspor með Njarðvíkingum en skipti yfir í Hauka í sumar en þessi lið mætast einmitt í Lengjubikarkeppni kvenna í kvöld.