Í kvöld er einn leikur í Iceland Express deild kvenna þegar KR fær Njarðvík í heimsókn í DHL-Höllina kl. 19.15. Bæði lið máttu þola ósigur í síðasta deildarleik sínum svo von er á miklum slag í vesturbænum í kvöld.
KR og Njarðvík eru jöfn í 2.-3. sæti bæði með 10 stig, KR hefur tapað síðustu tveimur deildarleikjum en Njarðvík lá gegn Haukum í Ljónagryfjunni um síðustu helgi. Fast á hæla liðanna koma bæði Haukar og Snæfell með 8 stig.
Þá eru einnig fimm leikir í drengjaflokki en hér má sjá heildaryfirlit fyrir leiki dagsins