Í kvöld halda herlegheitin áfram og verða tveir leikir spilaðir í úrvalsdeild karla. Haukar renna Reykjanesbrautina vestur til Keflavíkur og etja þar kappi við heimamenn. Bæði lið sigruðu sína fyrstu leiki í mótinu og má búast við hörku leik. Í hinum leiknum eru það svo KR sem taka á móti Þór Þorlákshöfn í DHL Hölllinni en öfugt við hin liðin sem leika í kvöld þá töpuðu þessi lið bæði sínum fyrsta leik og leitast þar með eftir sínum fyrstu stigum á töflunni. Báðir leikir hefjast kl 19:15
Í 1.deild karla mætast svo Valsmenn og Fjölnir í Dalhúsum þeirra Fjölnismanna. Sá leikur hefst kl 19:30.
Mynd/Bára: Craion setir tvö stig gegn Stjörnunni í fyrstu umferðinni