Þrír leikir fara fram í kvöld í Dominosdeild kvenna. Haukastúklur geta komist aftur á sigurbraut ef þær sigra lið Keflavíkur en þær töpuðu sinum fyrsta leik í síðustu umferð gegn meisturum Snæfell. Að sama skapi geta Keflavík tekið sinn annan sigur í röð í deildinni. Stjarnan tekur svo á móti Grindavík í Garðabæ en Grindavík hefur nú sigrað tvo leiki í röð á meðan Stjarnan tapaði í síðustu umferð í Kefalvíkinni. Að lokum mæta svo Valsstúlkur í Hveragerði og etja kappi við heimalið Hamars þar á bæ. Allir leikir hefjast kl 19:15