spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Íslandsmeistaratitillinn fer á loft að Ásvöllum (myndband)

Leikir dagsins: Íslandsmeistaratitillinn fer á loft að Ásvöllum (myndband)

06:30
{mosimage}

(Tímabilið verður að veði að Ásvöllum í kvöld)

Í fyrsta sinn síðan leiktímabilið 2001-2002 fer fram oddaleikur í úrvalsdeild kvenna um Íslandsmeistaratitilinn þegar Haukar taka á móti KR að Ásvöllum kl. 19:15 í kvöld. Það lið sem vinnur verður Íslandsmeistari en Haukar eru ríkjandi deildarmeistarar og KR ríkjandi Subwaybikarmeistarar.

KR og ÍS léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn leiktíðina 2001-2002 og það einvígi fór í oddaleik þar sem KR hafði betur 3-2 og unnu oddaleikinn 68-64. Síðan þá hefur ekkert einvígi farið í oddaleik í úrvalsdeild kvenna og í raun hefur aðeins þurft að knýja fram fjóra oddaleiki (að þessari leiktíð meðtaldri) frá árinu 1993.

Keflavík á flesta Íslandsmeistaratitla eftir úrslitakeppni eða 9 talsins. KR eru næstar Keflavík með 3 og þar á eftir koma Haukar með 2. Haukar urðu Íslandsmeistarar 2006 og 2007 en KR varð síðast Íslandsmeistari árið 2002.

Byrjunarliðin í kvöld ættu ekki að koma á óvart. Hjá KR má búast við því að það verði svona:

Hildur Sigurðardóttir
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir
Margrét Kara Sturludóttir
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir
Helga Einarsdóttir

Hjá Haukum er ekki ósennilegt að byrjunarliðið verði svona:

Slavica Dimovska
Monika Knight
Kristrún Sigurjónsdóttir
Telma B. Fjalarsdóttir
Ragna Margrét Brynjarsdóttir

Við hjá Karfan.is settum saman smá upphitun fyrir kvöldið… tilvalið fyrir þá sem eru að fara á límingum út af kvöldinu og vantar að drepa tímann:
http://www.youtube.com/watch?v=kOc1UYXZmI8&feature=channel_page

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -