spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Hver tekur toppsætið?

Leikir dagsins: Hver tekur toppsætið?

 
Heil umferð fer fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld þar sem mætast topplið deildarinnar Keflavík og Hamar. Bæði lið eru ósigruð í deildinni en það lið sem hefur sigur í kvöld verður eitt og ósigrað á toppnum. Róstursamt verður í Reykjanesbæ þetta kvöldið þar sem Íslandsmeistarar KR munu mæta í Ljónagryfjuna og leika gegn Njarðvík. Óvíst er hvort Dita Liepkalne verði með Njarðvík í kvöld sökum meiðsla sem hún hlaut í leik gegn Hamri í síðustu umferð.
Leikir dagsins í IEX kvenna (allir kl. 19:15)
 
Fjölnir-Haukar
Snæfell-Grindavík
Keflavík-Hamar
Njarðvík-KR
 
Tvíhöfði fer fram á Laugarvatni í dag, kl. 18:30 mætast Laugdælir og Leiknir í 1. deild karla þar sem Leiknismönnum gefst tækifæri á því að kvitta fyrir bikartapið gegn Laugdælum. Kl. 20:30 hefst svo viðureign Laugdæla og Grindavíkur b í 1. deild kvenna.
 
Hrunamenn og Hekla mætast í 2. deild karla kl. 20:30 að Flúðum og kl. 20:30 í Vodafonehöllinni mætast Valur/ÍR og Haukar í unglingaflokki karla.
 
Sem sagt nóg um að vera í kvöld og ærið tilefni til að fjölmenna á völlinn.

Ljósmynd/ Pálína og félagar í Keflavík fá Hamar í heimsókn í Toyota-höllina í kvöld.

 
Fréttir
- Auglýsing -